Ódýrasta vörnin eftir nei

Punktar

Lífið heldur áfram eftir nei þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Ríkisstjórnin verður að gera ráðstafanir til að verjast gjaldeyrisskorti. Bezt er að tvöfalda benzínverð. Sparar mikinn gjaldeyri og varðveitir tekjur ríkissjóðs. Landið þarf að treina sér gjaldeyri eins og unnt er. Þarf að standast langvinnan skort á erlendu lánsfé. Nota ber það litla fé, sem fellur til innanlands, í framkvæmdir, sem skapa mikla atvinnu. Ekki í álver og orkuver, sem skapa minnsta atvinnu á hvern fjárfestan milljarð. Fremur í ferðaþjónustu og annað slíkt, sem skapar mikla vinnu á hvern milljarð. Aukin ferðaþjónusta er ódýrasta vörnin.