Ódýrir gæðastaðir í hádeginu

Veitingar

Múlakaffi hefur lengi verið matstaður alþýðunnar, mötuneyti leigubílstjóra og vörubílstjóra. Áður fyrr var það ódýrast. Síðan komu skyndibitastaðir og Múlakaffi varð staður miðaldra einstæðinga. Á allra síðustu árum fjölgaði alvöru veitingastöðrum á sama verði og Múlakaffi í hádeginu. Annað hvert veitingahús í bænum býður hádegisrétt á 1500 krónur og sumir bjóða ódýrari salatrétt. Nokkur fara niður fyrir þetta verð og eru samt góð: Balkanika á Vitastíg, Á næstu grösum á Klapparstíg, Shalimar í Austurstræti, Loki á Lokastíg, Ostabúðin við Skólavörðustíg, Fylgifiskar við Suðurlandsbraut.