Of fáir með fullu viti

Punktar

Willem Buiter prófessor var sagður þurfa fara í endurmenntun, svo mikill var hroki Íslendinga. Stungið var undir stól skýrslu hans um ástandið í febrúar 2008, átta mánuðum fyrir hrun. Hann sagði nefnilega sannleikann umbúðalaust. Enn segir hann núna: Íslendingar eru svo fáir, að þeir geta ekki mannað af viti brýnustu stöður. Annað hvort verðum við að fá útlendinga í þær eða fá aðild að evru og Evrópusambandi. Þetta segir sá, sem er einn allra virtasti hagfræðingur heims. Neitað var að hlusta á hann í febrúar 2008 og enn verður neitað að hlusta 2014. Fávís örþjóð full af rembu hlustar ekki, skilur ekki.