Of fínir fyrir hvítþvottarnefnd

Punktar

Björgólfarnir voru ekki kallaðir fyrir sannleiksnefnd Alþingis. Sá gamli sendi henni bara bréf. Þetta eykur grunsemdir um, að hvítþvottarnefnd sé betra heiti nefndarinnar. Aðeins var talað við bankastjórana þrjá, en hvorki við stjórnarmenn né eigendur Landsbankans. Þeir hljóta þó að skipta máli. Sá gamli var stjórnarformaður. Og framkvæmdastjóri Flokksins var í bankaráðinu. Eigendurnir tveir skófu öll verðmæti innan úr bankanum og notuðu þau í eigin þágu. Létu hundruð milljarða lenda á skattgreiðendum. Að ekki skuli tekin skýrsla af þeim bendir til, að nefndin telji þá fínni herra en Lalla Jóns.