Of flóknir bæklingar

Hestar

GPS tæki eru einfaldari í notkun en ætla má af leiðbeiningum. Í tækjunum er áttaviti, sem er hagkvæmari í notkun en venjulegur áttaviti. Þar er líka kort, sem sýnir, hvar þú ert í heiminum. Ef þú hefur hlaðið inn punktaðri leið eða sáldruðum ferli, sérðu hvar þú ert staddur miðað við slóðina. Ef þú vilt skrá slóðina, sem þú ert að fara, hefurðu tækið í gangi og það gerir allt sjálfvirkt. Flóknara er að skrá inn valda punkta, svo sem hlið eða vöð. Þú þarft þá að nota einn putta hverju sinni. Fyrir löngu las ég bækling um svona tæki, ímyndaði mér því, að notkun þeirra væri ofan við minn skilning.