Margt er umdeilt í umræðum um krónu og evru, fullveldi og Evrópusamband. Eitt eru menn þó sammála um. Vextir á Íslandi mundu lækka um tvö stig eða meira í prósentum við innreið evrunnar. Ódýrara yrði að reka skuldir á Íslandi en verið hefur. Þar sem vextir eru óeðlilega háir hér á landi, miklu hærri en í öðrum vestrænum ríkjum, skiptir þetta miklu máli fyrir alla, sem þurfa að skulda. Vextir af húsnæðislánum mundu falla úr meira en 4% niður í 2% eða minna. Mörgum, sem eru í basli með lánin sín, mundi koma vel að fá hingað evru í stað krónunnar.