Of hógvær í orðum

Punktar

Langt er síðan ég var síðast sagður orðljótur. Sýnilegur veruleiki er nefnilega orðinn ljótari en orðin, sem ég nota. Tala um bófaflokka, fífl og fól. Sumum þótti í fyrstu langt til seilst. Nú er hins vegar komið í ljós, að valdamesta fólk landsins er yfirgengilega gráðugt og spillt. Hópar sig saman í bófaflokka með fíflum og fólum. Hundruð manna eiga aflandsreikninga í skattaskjólum. Þar á meðal fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra. Í framboði  til forseta er einn af 25 heimsins svörtustu hrunvöldum. Er studdur til þess af þúsundum siðblindra kjósenda. Veruleikinn er miklu grófari en lýsingarorð mín.