Of latt til að vinna

Punktar

Útlendingastofnun túlkar lögin út og suður, enda hefur hún tugi lagatækna á kaupi. Hún túlkar lög um flóttamenn á versta veg fyrir þá. Hins vegar túlkar hún lög um glæpamenn á bezta veg fyrir þá. Það kom fram á Bylgjunni í dag hjá Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra. Hann segir, að lög um glæpamenn séu eins hérlendis og í Danmörku. Samt sé mönnum þar vísað úr landi við fyrsta brot, en hér séu þeir látnir eiga sig. Hann vill nota brottvísunarheimildir, áður en menn fara að rífast út í Schengen-aðildina. Varla er það lagatæknin, sem vefst fyrir stofnuninni. Þar er fólkið bara of latt til þess að vinna.