Um áramótin hækka skattar okkar, en allt of lítið. Afleiðingunum af rugli Davíðs Oddssonar og Sjálfstæðisflokksins verður að mestu velt yfir á börn okkar og barnabörn. Við hæfi væri þó, að kjósendur tækju fastar á byrðunum. Þeir bera hvort sem er ábyrgð á vitleysunni með því að kjósa Flokkinn og fylgiflokka hans trekk í trekk. Eðlilegt er, að núverandi kynslóðir beri meiri byrðar og ýti minna af þeim yfir á herðar barnanna og barnabarnanna. Þegar bankarnir og Seðlabankinn fóru á kúpuna, neyddist ríkið til að borga. Deilir svo sköttum niður á fólk. Ekki dugar að afneita staðreyndum málsins.