Of litlar byrðar

Punktar

Með nýju ári hefst áróður samtaka atvinnurekenda um, að starfsfólk sé of dýrt í rekstri og verði helzt ekki ráðið. Greiða þó þvílík lúsarlaun, að fólk þarf að bæta það upp með sníkjum hjá góðgerðasamtökum. Það er nýtt í samfélaginu, að láglaunafólk þurfi á slíku að halda. Til skamms tíma þurftu samtökin aðeins að styrkja velferðarþega. Katrín Óladóttir hjá Hagvangi reið á vaðið með kvartanir um byrðar atvinnulífsins. Þannig eru frekjudallar Íslands, fá aldrei nóg. Hæst gráta þó kvótagreifar, sem þykjast lifa á barmi hungursneyðar. Engin ástæða er til að hlusta á neitt af þessum þvættingi. Byrðar atvinnulífsins eru of litlar.