Of mikið í einu

Punktar

Bryan Bender segir í Boston Globe, að mikilvægir starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar hafi verið fluttir hundruðum saman til Írak úr leitinni að Osama bin Laden í Afganistan. Hann telur þetta staðfesta kenningar um, að styrjöldin gegn Írak taki mannafla og fjármagn frá baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Al Kaída, sem skipulögðu árásina á Bandaríkin fyrir tveimur árum, og dragi jafnframt úr getu Bandaríkjanna til að treysta ástandið í Afganistan. Bender nefnir ýmis dæmi um vaxandi umsvif hryðjuverkamanna í Afganistan og aukna ringulreið í landinu.