Of mikill ríkishalli

Punktar

Ríkissjóður er rekinn með of miklum halla. Fjárlagafrumvarpið sýnir hluta af honum. Þar vantar kostnað við björgun sparisjóða, kostnað við lífeyrishalla kontórista, kostnað við halla Íbúðalánasjóð og kostnað við ýmis gæluverkefni pólitíkusa, spítala, göng, fangelsi. Í auknum mæli er bókhaldið falsað með því að halda lykilatriðum utan fjárlaga. Samt ætti kreppan að hafa kennt stjórnvöldum um allan heim, að halli ríkissjóða hefnir sín grimmilega. Við þurfum að auka skatta, hækka til dæmis fjármagnstekjuskatt til jafns við launatekjuskatt. Og samt þurfum við að draga meira saman seglin í velferð.