Of ódýr orka til álvera

Punktar

Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, viðurkennir í Viðskiptablaðinu , að ekki sé grundvöllur fyrir orkusölu til Helguvíkur. Álverð sé svo lágt og verði áfram svo lágt, að annað hvort hljóti álverið að tapa eða HS Orka. Hann segir: “Þetta er ekki að skapa nægar tekjur til að ganga upp.” Áður hafði formaður Sambands unga sjálfstæðismanna tjáð sig um málið. Davíð Þorláksson sagði ófært, að ríkið sjái stóriðju fyrir ódýrri raforku og skattgreiðendur séu teknir að veði til að niðurgreiða orkuna. Æðibunumenn stóriðjustefnu eru næsta heyrnarlausir, en neyðast til að taka mark á þessum heimildarmönnum.