Ófær um sjálfsstjórn

Punktar

Meðan fjórflokkurinn hefur alls 70% fylgi kjósenda getur þjóðin ekki stýrt málum sínum. Til þess eru stjórnarflokkarnir of lélegir og stjórnarandstaðan hálfu verri. Eftir stjórnarskipti verða bófar við völd, gæzlumenn hættulegra sérhagsmuna. Miðað við tregðu kjósenda felst okkar eina von í, að sem mest af mikilvægum ákvörðunum færist til kontórista í Bruxelles. Ég styð aðild að Evrópusambandinu, því að ég tel þjóðina alls ófæra um stjórna sér sjálf. Því til sönnunar bendi ég á fylgi fjórflokksins. Þar hafa flestir sannað vangetu sína og sumir þar á ofan sannað grófa sérhagsmunagæzlu að hætti Sikileyjar.