Fyrrum sendifulltrúi Breta í Afganistan, Carne Ross, segir í Guardian, að upplýsingar vestrænna utanríkisráðuneyta um líf og skoðanir fólks í þriðja heiminum séu án samhengis við veruleikann. Menn vogi sér nánast aldrei út úr sendiráðunum og tali þá aðeins við persónur, sem hafa vestrænar skoðanir. Úr því komi greinargerðir og álitsgerðir, sem leiða til rangra ákvarðana vesturveldanna í málum þriðja heimsins. Carne Ross segir, að heimurinn hafi ekki lengur efni á svona ófaglegum vinnubrögðum. Taka þurfi tillit til fólksins, sem verður fórnardýr vestrænna ákvarðana.