Ofát er heilasjúkdómur

Punktar

Erfðafræðilegar offiturannsóknir deCode hafa vakið athygli erlendis, enda voru niðurstöður birtar í virtu tímariti, Nature Genetics. Samkvæmt þeim er offita ekki efnaskiptasjúkdómur, heldur heilasjúkdómur, ættgengur að nokkru. Hausinn höndlar ekki mat og vill fá hann étinn út í eitt. Þetta er sennileg skýring. Ofát er raunar fíkn eins og áfengisfíkn, eiturlyfjafíkn, spilafíkn o.s.frv. Fólk ræður ekki við sig, þótt það reyni. Allt stafar þetta af eins konar boðefnarugli í heilanum, sumpart ættgengu. Meðferð ofáts sem sjúkdóms hlýtur að breytast, þegar menn sjá, að það er fíkn, með áhættu í erfðum.