Ofbeldi tölvuleikja

Punktar

Ofbeldisleikir í tölvum auka ofbeldi barna og unglinga. Þeir hafa ekki slæm áhrif á öll börn, sem stunda þessa leiki. En tölfræðilegt samhengi ofbeldis og tölvuleikja er orðið ljóst. Börn, sem eru á kafi í ofbeldisleikjum, lenda meira en önnur börn í áflogum, rifrildi við kennara og sýna meiri reiði og andúð. Þau versna líka með tímanum. Þessara einkenna verður ekki vart hjá börnun, sem stunda ofbeldislausa tölvuleiki. Amanda Schaffer hjá Slate telur kennslugildi leikja vera mikið. Ofbeldi í leikjum kenni börnum að prófa ofbeldi og frekju til að stýra daglegu lífi.