Ofbeldið komið heim

Punktar

Bandaríkjamenn eru að meðaltali ofbeldishneigðastir í heimi. Velja sér stjórn, sem rekur linnulaust ofbeldi í öllum heimshornum. Ljúga gereyðingarvopnum upp á einræðisherra til að geta drepið fólk og hirt olíuna. Nú er bandaríska ofbeldið komið heim. Víða hefur lögreglan gírað sig upp með búnað til að berja á fólki. Afleiðingar lögregluofbeldis komu rækilega fram í Ferguson í Missouri. Þar eru nú óeirðir á hverri nóttu. Löggan reynir einkum að ná sér niðri á blaðamönnum. Gott er, að ofbeldið er komið heim til sín, þar sem það á heima. Fjölmiðlar og kjósendur þar læra kannski lexíuna. Fara að taka á helzta meini Bandaríkjanna.