Í Independent er sagt frá innihaldsrannsókn þriggja gerða heilagrar ritningar, Gamla og Nýja testamentinu og Kóraninum. Í ljós kom, að Gamla testamentið var áberandi ofbeldishneigðast þeirra og Nýja testamentið örlítið ofbeldishneigðara en Kóraninn. Mælt var í tíðni orða um ofbeldi og eyðileggingu. Svo virðist sem engin hinna heilögu ritninga sé tiltakanlega uppbyggileg, siðferðislega séð. Kristni hefur að vísu þolað að slípast í veraldarhyggju nútímans. Hefur siðast í átt frá fyrri öldum. Íslam hefur aftur á móti á síðustu áratugum flúið til baka í átt til miðalda. Á því erfitt með að lagast að veraldlegum nútíma.