Ofbeldishneigð Svandísar

Punktar

Framganga Svandísar Svavarsdóttur ráðherra í málum Kvikmyndaskólans minnir á ofsóknir. Einar Kárason rithöfundur kallar hana “djöfulsins drullusokk”. Hún er á hættulegri braut. Í vor var deilan á rólegum nótum og tiltölulega lítið bar á milli ráðuneytis og skóla. Þegar skólasetning nálgaðist, herti Svandís ofsóknir og trylltist að lokum, þegar tíminn var að renna út. Þá fann hún upp á ýmsum tímafrekum vandamálum, sem hlutu að drepa skólann. Skólastjórinn leitaði sér að borgaðri vinnu og Svandís notaði það til árásar á skólann. Framganga hennar er alls ekki í lagi. Einkennið er sovézk ofbeldishneigð.