Ekki baðst Vigdís Hauksdóttir afsökunar á sér eða ummælum sínum um starfslið alþingis. Hún baðst afsökunar á öðrum, það er að segja á fjaðrafoki út af fréttum af ruglinu í henni. Og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði, að ekki er aðeins marklaust það, sem hann segir. Einnig er það marklaust, sem hann undirritar. Það var nefnilega samið af öðrum og þeir eru farnir úr flokknum. Þessir heimsku tuddar og loddarar þreytast aldrei á að ofbjóða þolinmæði vorri. Næst segir Sigmundur líklega: „I’m not a crook“ eins og Nixon sællar minningar. Alls enginn, sem ég geng á, kannast við að hafa kosið viðbjóðinn.