Ófeigsfjarðarheiði

Frá Skjaldfönn á Langadalsströnd til Ófeigsfjarðar á Ströndum.

Heiðin var vel vörðuð, en margar eru fallnar.

Förum frá Skjaldfönn suðaustur Skjaldfannardal hjá eyðibýlunum Laugalandi og Hraundal, síðan austur Hraundal, sunnan megin Hraundalsár. Síðan í norðurhlíð Rauðanúps. Þar beygjum við aðeins til norðurs um Rjóður og upp á Borg í 480 metra hæð. Síðan austur yfir holtahryggi og melöldur á Ófeigsfjarðarheiði. Þar förum við norðan við vatnið Röng, förum yfir Hvalá. Síðan milli Vatnalautavatna, sunnan við stærra vatnið. Skömmu síðar komum við að Rjúkanda. Förum sunnan árgljúfranna yfir ána og norðaustur yfir ása og hjalla yfir í Húsadal og til Ófeigsfjarðar.

32,7 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Hraundalsháls, Drangajökull, Miðstrandir, Brekkuskarð, Seljanesmúli.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort