Offita er sjúkdómur

Veitingar

Feitt fólk þjáist. Hefur oft reynt að léttast, en ekkert gengur. Feitt fólk er ekki fyllilega viðurkennt í samfélaginu, sætir gagnrýni og léttúð. Leiðir til sálræns vanda af ýmsu tagi. Samfélagið skilur ekki, að offita er fíkn, sem ekki stjórnast af viljastyrk. Að mörgu leyti eins og áfengi. Fólk er feitt, af því að það er sjúkt, ekki af því að það sé heimskt eða spillt. Hreyfing, hollur matur og virk aðild að tólf spora samtökum geta hamlað gegn offitunni. Of feitt fólk þarf stuðning umhverfisins til að feta í rétta átt. Þarf hins vegar sízt af öllu meðvirkni, sem segir offitu vera í fínu lagi.