Offitu-sprengjan drepur

Veitingar

Samkvæmt grein Vilhjálms Ara Arasonar læknis á Eyjunni í morgun mun aukin sykursýki stytta ævi margra barna og unglinga. Lífsstíll nútímans mun valda minni lífslíkum á næstu áratugum. Ýmsir sjúkdómar, sem einkum hafa hrjáð fólk við aldur, eru þegar farnir að greinast undir niðri á unga aldri. Þar á meðal eru hjarta- og æðasjúkdómar, nýrnabilun, heilablóðfall og blinda. Að mestu er þetta afleiðing af röngu mataræði og lítilli hreyfingu. Vilhjálmur spáir, að helmingur þjóðarinnar fái sykursýki innan fárra áratuga. Tíðnin muni tuttugfaldast. Einkenni rangs lífsstíls má sjá í offitu-sprengjunni.