Meðvirkni stjórnarandstöðu á alþingi gengur út í öfgar. Stjórnarandstaðan á að heimta nafnakall í atkvæðagreiðslum um þá liði í lögum, sem hossa sérhagsmunum og hunza almannahag. Á við um hækkun Kjararáðs á launum alþingismanna. Og um þá liði í fjárlögum, sem hækka álögur á almenning og lækka þær á auðgreifa. Á líka við staðfestingar laga á fyrri ákvörðunum um lækkun auðlindarentu og aðra sérhagsmuni eigenda bófaflokkanna. Mikilvægt er, að glæpir alþingis tengist nöfnum þeirra þingmanna, sem glæpina stunda. Alþingi er enginn Hálsaskógur, þar sem klifurmýs segja öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. Úlfar og refir blása á óskhyggju.