Öfgar múslima eru einkum upprunnir meðal wahabíta/salafista á Arabíuskaga og kostaðir af olíuprinsum skagans. Ræktunarstöðvar öfga eru einkum í madrössum í Pakistan, á Vesturlöndum og ríkjum, sem Bandaríkin hafa rústað. Flóttafólk frá Sýrlandi er tiltölulega hófsamt og vestrænt í hugsun og háttum, lagast að nýju landi. Vandinn byrjar síðar. Gettó eru fyrsti vandinn, aðskilin hverfi fólks í fátæktargildru. Þar lenda iðjulaus ungmenni á glapstigum eða í klóm öfgaklerka kostaðra frá Arabíuskaga. Þar er uppspretta hryðjuverkamanna, er ganga til liðs við Isis. Gestgjafaríki þurfa að hindra fátæktarhverfi og öfgaklerka wahabíta.