Öfgarnar faldar í bili

Punktar

Til marks um tímabundinn ótta borgarstjórnar við kjósendur er hvarf blokka norðan Miklubrautar úr skipulagstillögum. Þrívíddarteikning að svæðinu var á vef skipulagsins og tekin þaðan upp í vefmiðlum. Fólk hneykslaðist á öfgunum, sem þar gaf að líta. Tillagan var því fjarlægð og kerfiskarlar láta sem hún hafi aldrei verið til. Þegar kosningar verða afstaðnar, mun hún birtast þar aftur. Þetta er partur af skelfingunni, sem greip um sig í apparatinu, þegar kjósendur föttuðu ruglið í fyrirhuguðu borgarskipulagi. Einkenni þess er, að þar er farið út í öfgar í draumórum um þéttingu byggðar á fullbyggðu landi.