Ofkeyrð fjölmenning

Punktar

Íslenzka fjölmenningarstefnan er ofkeyrð. Ég veit ekki til, að hún sé stefna stjórnvalda eða löggjafarvalds. Hér er íslenzk útgáfa af vestrænni hefð og á að vera það. Ég skil ekki, hvernig nýbúar geti ætlazt til að lifa af hér á landi án þess að læra 50 íslenzk orð. Ég hitti afgreiðslufólk í búðum og á veitingastöðum, sem hristir hausinn og segir: Íngliss. Sennilega hafa misvitrir fjölmenningarsinnar talið fólki trú um, að það geti lifað á Íslandi án íslenzks samskiptatækis. Líklega munu þeir líka telja sumum trú um, að þeir geti haldið venjum, sem brjóta í bága við lög og sið og hefð.