Ofkeyrð óhlutdrægni

Fjölmiðlun

Hefðbundir fjölmiðlar biluðu meðal annars á ofkeyrðri óhlutdrægni. Fóru að birta bara sjónarmið A og B og C. En sögðu okkur ekki, hvert sé rangt og hvert sé rétt. Rugl situr því við sama borð og staðreyndir, trúarofsi situr við sama borð og raunvísindi. Eins konar ping-pong, fyrst talar annar og svo talar hinn. Enginn veit lengur neitt í sinn haus. Fjölmiðlar segja okkur til dæmis ekki, að SDG sé að bulla, sé úti á túni. Ping-pong blaðamennskan rýrði hlutverk hliðvarðarins og skóf traustið af hefðbundnum fjölmiðlum. Einmitt þegar þröngmiðlar vefsins ruddust á völl fjölmiðlunar og töluðu hreint út.