Oftast elda ég flakaðan fisk í ofni, án vatns, krydds, smjörs eða olíu. Læt fiskinn ofan á álpappír í skúffu. Læt hann hitna í eigin safa í fimm til fimmtán mínútur eftir þykkt og festu. Þannig finnst mér fiskur ná beztu eigin bragði. Fiskur hefur gott bragð og góða lykt, ef hann er nýr. Þannig er fiskur yfirleitt í fiskbúðum Reykjavíkur. Ég kaupi aldrei frosinn fisk, fisk í sósu, raspaðan eða öðru vísi húðaðan fisk. Með aldrinum hef ég í auknum mæli tekið bragð hráefnis fram yfir bragð hliðarefna. Á haustin nota ég gufusoðnar kartöflur og óbráðið smjör, en ekkert krydd og enga sósu.