Sé ekki, að hærri vaskur í ferðaþjónustu sé leið til að útvega fé til varðveizlu ferðamannastaða. Bara er verið að færa vask milli atvinnugreina, hækka hann á ferðaþjónustu og lækka á öðrum atvinnugreinum. Ekkert nýtt fé innheimtist til brýnustu lagfæringa á of miklu álagi á náttúruperlum. Breytingar á vaski leysa engin vandamál við óhóflega fjölgun ferðamanna. Eins og áður hefur komið fram, þarf hærra gistináttagjald og bílastæðagjald og full gjöld á nýja bílaleigubíla og rútur. Það er ekki eftir neinu að bíða. Ofsatrú á skáldaða reglu um bann við meira en 2,5% halla á ríkisreikningi dugar ekki, þegar náttúruspjöll magnast.