Meirihluti Egypta er strangtrúaður, en þeir, sem mótmæla á Tahir torgi eru vestrænt hugsandi. Hinn stóri vandi er, að mótmælendur velta harðstjórum, en þöglir strangtrúarmenn sigra í kosningum. Engar framfarir mannréttinda eru líklegar í heimi múslima. Fyrir nokkrum áratugum var víða frjálslyndi þar í heimi, jafnvel í Írak og Íran. Strangtrúuðum hefur aukizt ásmegin hvarvetna undanfarin ár. Þeir túlka kóraninn á annan hátt en áður og eru afar andvígir vestrænni hugsun. Boðar ekki gott um mannréttindi, frjálslyndi, vísindi og listir. Frjálsar kosningar vísa þjóðfélagi múslima beint í átt til miðalda.