Ofsatrúin er víða

Punktar

Bloggsíða guðleysingjans og rithöfundarins Richard Dawkins var bönnuð í Tyrklandi. Dawkins beinir spjótum sínum að kristni, en á stöku stað minnist hann þó á íslam. Múslimskur ofsatrúar-rithöfundur í Tyrklandi, Adnan Oktar, kærði vefsíðu Dawkins fyrir að gera grín að sér. Otkar hefur áður tekizt fyrir dómstóli að hefta framgang guðleysis. Fékk stöðvað Google Groups og WorldPress.com. Hann náði þó ekki að banna bók Dawkins: The God Delusion. Umstangið hefur minnkað líkur á, að Tyrkland komist í Evrópusambandið. En umstangið sýnirum leið, að kristnar þjóðir eru rólegri en íslamskar.