Ofsi í rétttrúnaði

Punktar

Til landsins er að koma þekktur múslimahatari, rithöfundurinn Robert Spencer, sem er umdeildur víða erlendis. Er meðal annars bannað að koma til Bretlands. Þar er, eins og víða annars staðar, gerður greinarmunur á leyfðum og bönnuðum skoðunum. Rétttrúað fólk á ýmsan málstað telur nauðsynlegt að banna andstæðan málstað. Svo sem rasisma, íslamófóbíu, nazisma, kvenhatur og ýmiss konar annan isma. Sjálfsagt er, að fólk geti mótmælt ræðuhöldum óvinsælla skoðana, en fráleitt, að ríkið hafi puttann í slíku. Mér er það nýstárlegt, að leiðinlegar skoðanir geti talizt óviðeigandi og tilefni lögsókna. Of mikill ofsi er hlaupinn í ýmsan rétttrúnað.