Ofsi ofurlaunamannanna

Punktar

Ofurlaun í bönkum eru gott dæmið um, að límið er að bila í samfélaginu. Launamunur er orðinn svo mikill, að ekki býr lengur ein þjóð í landinu, heldur margar. Hópar halda ekki lengur saman, heldur öfundar hver annan. Annað dæmi um bilað lím eru aðfarir Tryggingastofnunar og lífeyrissjóða gegn öryrkjum. Sjóðirnir kunna að hafa að grunni rétt fyrir sér, en þeir áttu að setja breytinguna inn í áföngum á einu ári til að lina verkina. Ráðamenn þeirra eru hins vegar tillitslausir eins og aðrir ofurlaunamenn og ákváðu að smælingjarnir mættu umsvifalaust éta það, sem úti frýs.