Ofsinn frá Myllulæk

Punktar

Molenbeek hverfið í Bruxelles er miðstöð ofsa í Evrópu síðustu misseri. Dæmi um stjórnleysið í Belgíu. Hverfið varð smám saman að borg múslima. Þeir, sem náðu í menntun og störf, hurfu annað og löguðust að samfélaginu. Eftir situr fátækt fólk, sem er að mestu á sósíalnum. Ungt fólk eygir enga von og verður ósátt við ytra samfélagið. Önnur og þriðja kynslóð innfluttra múslima. Reiðin er mögnuð í moskum, sem predika aðra siði en þá, sem gilda í Belgíu. Hryðjuverkin í París í nóvember voru framin af fólki úr hverfinu. Og forsprakkinn fannst fyrir nokkrum dögum falinn þar. Molenbeek er víti til að varast, ekki búa til fleiri gettó.

Um Myllulæk