Samkvæmt skýrslu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar hefur hungur barna tvöfaldazt í Írak, síðan Bandaríkin hættu að beita þau efnahagsþvingunum og fóru að sprengja þau og hernema í staðinn. Á tíma bandaríska viðskiptabannsins fórst hálf milljón barna í Írak af þess völdum. Skýrslan segir ástandið hafa versnað um helming síðan Bandaríkin réðust á Írak og hernámu landið með siðferðilegum stuðningi Davíðs og Halldórs. Terry Jones segir í Guardian, að nær væri fyrir Bandaríkin að hjálpa 13 milljónum vannærða barna heima fyrir, en eyða milljörðum dollara í að ofsækja börn í Írak.