Enn er íslenzka miðaldaþorpið komið í gang. Gyðingaofsóknir síðustu daga hafa beinzt gegn lektor, sem sagður var skilgreina klám of vítt, þegar hann gagnrýndi auglýsingu frá Smáralind. Kominn er tími til að taka á nafnleysi miðaldaþorpsins eins og það birtist í svínastíum á borð við Barnaland og Málefnin. Eins og í prentrétti eru útgefendur vefsvæða ábyrgir fyrir vaðlinum. Þeir geta hindrað nafnleysi á vefnum. Engrar annarrar gæzlu eða refsinga er þörf. Nafnbirting er nægileg refsing fyrir ósómann, virkar eins og gapastokkur á Lækjartorgi. Burt með miðaldaþorpið af vefnum.