Nýr formaður Framsóknar er sérkennilega ofstækisfullur. Hann hendir inn á Alþingi frumvarpi um náttúruvernd, sem unnið er af nefnd þriggja fulltrúa orkufyrirtækja. En engum frá náttúruverndarsamtökum. Hann kallar frumvarpið þjóðarsátt. Hann kallar allt þjóðarsátt, bara ef það er nógu sérsinnað og ofstækisfullt. Það er eins og Jón Sigurðsson sé klipptur út úr bókinni 1984 eftir George Orwell. Jón talar tungumál, þar sem allt stendur á haus. Þar sem svart er hvítt, stríð er friður, ofbeldi er ást. Ég held, að hann sé að verða miklu verri formaður en nokkurn hafði órað fyrir.