Sumir trúa á þennan eða hinn guðinn. Sjaldgæft er, að fólk trúi á dauða hluti. Svo er þó um forstjóra Landsnets, sem hafa tekið trú á úreltan flutning raforku um loftlínur. Neita að kynna sér verðlækkanir á 220 KV jarðstrengjum erlendis. Í Danmörku hefur verðið á skömmum tíma hrunið úr 87 milljónum á kílómetra í 36 milljónir á kílómetra. Er orðið sambærilegt við verð á loftlínum. Þar á ofan standast jarðstrengir ofsaveður á Sprengisandi og almenn sátt ríkir um þá. En ofsatrúað Landsnet reynir að koma illu af stað. Þjösna gegnum alþingi lögum og ályktun um raflínur, sem gera ráð fyrir loftlínum og hamla gegn jarðstrengjum.