Í aldarfjórðung ungaði háskólinn í Chicago út sveitum ofstækisfulltra frjálshyggjumanna. Þetta voru ekki hagfræðingar, heldur ofstækismenn, sem heltóku mörg ríki og Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Ofstækinu var beitt víða um heim síðasta aldarfjórðung, mest fyrir átta til sextán árum. Nokkur ríki voru gerð gjaldþrota og þjáningar annarra voru framlengdar. Meðan hin ríkin blómstruðu, sem gáfu skít í sjóðinn. Þessi skelfilega reynsla hefur verið rækilega kortlögð í bókum og ritgerðum. Nóbelsverðlaunahafinn og fyrrum aðalhagfræðingur Alþjóðabankans Joseph Stiglitz skrifaði fræga bók um það.