Ofstækið gegn IceSave

Punktar

Sem betur fer þarf ríkið ekki lán næsta árið. Miskunnsamir Samverjar hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum hafa tekið ríkið á herðar sér. Við sleppum því við að sníkja fé af þeim, sem vilja ekki lána, bara eignast auðlindir fyrir slikk. Lánstraust Íslands og Íslendinga er í alkuli. Stafar ekki af Magma eða fáti stjórnarinnar, heldur af frægð IceSave. Því erlenda sjónarmiði, að Íslendingar neiti að borga skuldir. Ekkert af samanlagðri heimsku okkar jafnast á við landráðin, sem felast í ofstæki kjósenda gegn IceSave. Við höfum sem betur fer dálítinn tíma til að losna við ofstækið.