Ofstækisfullt ráðuneyti

Punktar

Nicholas D. Kristof segir í New York Times, að leppur sá, sem bandaríska hernaðarráðuneytið muni koma sér upp í Írak, muni verða talinn bandarískur leppur og ekki njóta neinnar alþjóðlegrar viðurkenningar. Hann telur, að hið ofstækisfulla bandaríska hernaðarráðuneyti gæti þess vandlega, að enginn sérfræðingur bandaríska utanríkisráðuneytisins í málefnum Miðausturlanda komi nálægt stjórn Íraks. Hann telur ennfremur, að Bandaríkin muni ekki hafa úthald til að tryggja, að lýðræði festi rætur í Írak.