Ofstækismenn reknir

Punktar

Time Magazine hefur látið ofstækismenn sína hætta, þá Charles Krauthammer og William Kristol. Tímaritið réð stíðsæsingamennina sem dálkahöfunda, þegar það vildi vera með á nótunum í hægri ofstækisbylgjunni. Nú er ljóst, að stefnan er hrunin og mun ekki njóta marktæks stuðnings í bandarísku samfélagi. Þá snýr Time við blaðinu og losar sig við höfundana. Eitthvað er rottulegt við ritstjórnarstefnuna. Fyrst nudda menn sér utan í ofstækismenn og vilja síðan ekki neitt með þá hafa. Tímaritið hagar seglum eftir vindi. Enda hefur það lengi ekki verið marktækt. Tími þess er fyrir löngu liðinn.