Ofstopi bannstefnu

Punktar

Vonlaust er að afskaffa eiturlyf og vændi frekar en áfengi og tóbak. Ríkið á frekar að einbeita sér að skipulagi fíkniefna og vændis. Hafa tekjur af og ryðja burt svartamarkaði. Þannig er hægt að ráðast gegn glæpum. Hindra, að fólk starfi að vændi gegn vilja sínum. Að veita því starfsréttindi og vernd. Sveitarfélög geta aðstoðað með útvegun húsnæðis undir vændi. Sala eiturlyfja á að vera í áfengisbúðum ríkisins á samkeppnishæfu verði og eftirliti með vörugæðum. Vínbann gafst illa, ríkisrekstur betur. Færum þá gömlu reynslu yfir á fíkniefni og vændi. Ofstopi bannstefnu hefur ekki virkað erlendis.