Skilanefndarmenn gömlu bankanna og bankastjórar nýju bakanna starfa andstætt reglum, sem þeim voru settar í upphafi. Þeir forðast gegnsæi eins og heitan eldinn. Í skjóli leyndó mismuna þeir viðskiptamönnum á öfugan hátt við það, sem til er ætlazt. Gagnvart smælingjum gildir reglan: “Á hausinn með hann.” Gagnvart ofurmennum gildir reglan: “Við þurfum að lágmarka tjónið”. Gylfi Magnússon ráðherra hefur ekki reynt að leiðrétta þennan misskilning. Og varla verða menn dæmdir í Hæstarétti fyrir öfuga mismunun. Sá frómi dómstóll hefur einmitt úrskurðað, við misjafnan fögnuð, að bankar megi mismuna fólki.