Ofurheimskir kjósendur

Punktar

Það syrtir yfir þjóðum, þegar kjósendur styðja bófa til pólitískra valda. Þannig hefur það lengi verið á Ítalíu. Ætíð réðu skjólstæðingar mafíunnar mestu um stjórn landsins, en á síðustu árum hafa kjósendur oftast valið einn ofurbófa til valda, Silvio Berlusconi. Við á Íslandi förum í humátt eftir Ítalíu. Eftir fjögurra ára hreingerningastjórn ákváðu kjósendur í vor að kalla bófaflokka stjórnmálanna aftur til valda. Ekkert stendur í vegi fyrir samstarfi bófa um nýja fjárglæfra, brottfall eftirlits, fríðindi glæframanna og nýja blöðru. Hörmulegt er að vera borgari í ríki ofurheimskra kjósenda.