Lögreglumenn hafa mun hærri tekjur en þeir fullyrða í tilfinningaklámi sínu. Meðallaun þeirra í fyrra voru 513.000 krónur, hátt yfir meðaltali launa í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Einnig hátt yfir meðaltali launa háskólamenntaðra manna. Munurinn á lögreglumönnum og öðrum felst í, að þeir hafa fasta yfirvinnu, vaktaálag og bakvaktir. Fáir opinberir starfsmenn eiga kost á slíku. Lögreglumenn þegja um þetta, þegar þeir væla yfir lágum launum sínum. Margi yrðu sælir með tekjur lögreglumanna og vera jafnframt lausir við skuldir af langskólanámi. Hættið því að væla, ofurborgaðir lögreglumenn.