Fæ alltaf sting fyrir hjartað, þegar mér er boðið í útigrill. Oftast eru notaðar forkryddaðar kjötsneiðar. Þær eru undantekningarlaust vondar, án kjötbragðs, en með ofursöltu grillolíubragði. Það kemur hjá fullorðnum í stað tómatsósubragðs hjá börnum. Oftast hef ég aðgang að nothæfu kjötborði, en þegar ég er á Hrunaheiðum, verð ég að nota Samkaup á Flúðum. Þar eru bara seldar forkryddaðar kjötsneiðar af ýmsu tagi fyrir sumarbústaðafólk. Ég hef þrisvar keypt þær í neyð. Reyni að skafa kjötið og þurrka það, án árangurs. Í rauninni er mjög erfitt að búa annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu.