Ofurskuldir kvótagreifa

Punktar

Nettóskuldir kvótagreifa í bankakerfinu nema 500 milljörðum króna. Með því að láta 90% af arði sjávarútvegsins renna til greifanna er þjóðin að borga þessa skuld. Hún á ekki að borga, enda nemur þetta tíföldu eða tuttugföldu IceSave. Kvótagreifarnir eiga að bara að fá að fara á hausinn í friði. Þeir stálu kvótanum. Hafi þeir borgað kvótann, geta þeir snúið sér til þess, sem seldi, ekki til skattborgaranna. Ráði bankarnir ekki við skuldir greifanna, mega þeir fara á hausinn líka. Þeir eru þjófsnautar, heimiluðu ólöglega veðsetningu þjóðareignar. Sjávarútvegur þarf hvorki þjófa né þjófsnauta.